Pantanir

Online Iceland tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Online Iceland sendir pantanir daglega til flutningsaðila. Flutningsaðili er Pósturinn.

 

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Online Iceland sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Sendingarkostnaður á pósthús er innifalið í pöntun.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Okkur skiptir miklu máli að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með varninginn sem keyptur er af okkur. Sé óánægja með vöruna er hægt að skila henni innan 14 daga frá kaupum vörunnar. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir.
Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Greiðslur

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika kreditkort debetkort eða netgíró.

Mögulegt er að greiða með öllum helstu kreditkortum og debitkortum og fer greiðsla í gegn um örugga greiðslusíðu Valitor.

Einnig getur þú greitt með Netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að hafa aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með Netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur mun þá vera stofnaður á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum.

 

Varnarþing

Félagið er staðsett í Reykjavík og þar er varnarþing þess. Rísi ágreiningur um samning þennan verður málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Upplýsingar um fyrirtækið
GMD sf.
420413-0250
Vatnagarðar 8, 104 Reykjavík